laugardagur, 29. nóvember 2008

Handritaverkefni - Trainspotting

Jæja, þá er komið að handritaverkefninu. Ég valdi að lesa handritið að og horfa á Trainspotting. Það voru nokkrar ástæður fyrir því að ég valdi hana.

1) Þetta er drullunett mynd

2) Handritið er gert eftir skáldsögu (Irvine Welsh)

3) Hún er bara 90 mín (Andri varaði mig við því að velja ekki of langa mynd)

Í færslunni nenni ég ekki að útskýra söguna endilega svo mikið eða myndina sjálfa heldur geri ráð fyrir því að fólk hafi séð hana eða viti um hvað hún fjallar (fyrir þá sem vita ekkert má sjá imdb færsluna eða færsluna hennar Helgu um hana). Mig langar meira bara að vera að pæla í handritinu, hvernig það kemur út á skjánum og hvaða breytingar hafa verið gerðar.

Ég kannski verð að hafa smá kynningu. Myndin fjallar um Renton og líf hans. Hans rödd er voice over og narrate‘ar myndina og hún er því ekki að gerast í rauntíma heldur erum við að rifja upp.

Ætla að reyna að horfa á alltaf u.þ.b. 10-mínútur og skrifa svo hvað mér fannst eftirtektarvert á þeim tíma í myndinni.

Stopp (eftir 13 mín)

“Choose life. Choose a job. Choose a career. Choose a family,

Choose a fucking big television, Choose washing machines, cars,

compact disc players, and electrical tin openers.”

Hið geðveika upphafsatriði myndarinnar og mónólógurinn er alveg eins í handritinu og myndinni. Kannski það eina sem er ekki lýst reglulega vel í handritinu er umhverfið en það er samt semi fyrirfram ákveðið þar sem vitað er hvar bókin gerist. Það er samt allt mjög mundane en þó töff og passar vel við aðstæðurnar.

Kynningar á heróínvinum okkar sýnir svo þau frekar slök að sprauta sig og að þetta sé eiginlega bara raunveruleiki þeirra, ekkert að þessu (bara einhver slök samtöl meðan þau eru að sprauta sig o.fl.). Þeir félagar eru svo sýndir í fótbolta á móti einhverjum jocks í eins liðsbúningum og kynntir þar inn.

Hérna eru smá breytingar frá handritinu, jock‘arnir eiga að vera í Arsenal búiningum en eru í frekar asnalegum skræpóttum í staðinn og freeze frame kynningarnar eru aðeins öðruvísi. Í handritinu eiga nöfn allra að vera einhvern veginn á fötunum þeirra og Sick boy á að vera með það tattúerað á sig. Í stað þess koma bara hvítir stafir við hlið þeirra. Þetta og flestar þær breytingar sem eru í byrjuninni (smávægilegar) finnst mér kannski gefa myndinni meira flæði og láta hana renna betur. Klippingin er líka mjög beinskeytt og hröð og það er ekkert kjaftæði í gangi, allt rennur vel áfram og manni er hent inn í myndina strax.

Eftir kynningarnar segir Renton frá því að hann hafi líka hætt í heróíni og lýsir því nú hvernig á að gera það. Sick boy ákveður líka að hætta en ekki vegna þess að honum langar til þess heldur til þess að fokkast í Renton. Til þess að sýna honum hversu auðvelt það er og koma í veg fyrir það að hann geti einu sinni hugað um það að fá fólk til að vorkenna sér.

Þessar fyrstu mínútur renna annars frekar heilar í gegn frá handriti að mynd nema hvað umhverfið er áfram svolítið sem leikstjórinn getur leikið sér með. Klósettinu sem hann fer inn á til að skíta eftir að heróínið er að hætta að virka er t.d. bara lýst sem einhverju ógeðslegu klósetti („This is the most horrible toilet in Britain”). Klippingin er líka áfram frekar nett og myndatakan einnig. Samræður flæða áfram á meðan klippt er á mismunandi sjónarhorn og jafnvel bara það sem er að gerast í kringum Renton og Sick boy í garðinum og sýnir bara að þetta er bara eitthvað ordinary stöff, ekkert eitthvað sérstakt að gerast þó þeir séu að skjóta hund með loftriffli.

Stopp (19 mín)

Spud og Renton sitja í „fínum“ (nógu fínum fyrir sig en þó frekar shabby jökkum, skyrtu og bindi) fötum á veitingastað. Í handritinu segir að þeir eigi að vera að drekka sitthvorn mjólkurhristinginn en í myndinni eru þeir með þann sama en tvö rör, sitja beint á móti hvor öðrum með glasið á miðju borðinu, halla sér inn yfir það og drekka með hendur nánast þvingaðar niður með síðum. Lítil breyting en þó eins og margt í myndinni sýnir það aðeins raunveruleikafirringu þeirra og hversu mikið þeir standa út úr samfélaginu. Þeir félagar eru semsagt að fara í eitthvað sem virðist vera skylduatvinnuviðtal svo þeir haldi bótunum sínum eða eitthvað. Tala um að þeir verði að passa sig að vera áhugasamir en þó passa sig að fá ekki helvítis vinnuna.

Í handritinu er svo heilt atriði um viðtal Rentons á undan viðtali Spud en því er sleppt í myndinni. Ég skil ekki hugsunina á bak við það því mér fannst það svolítið töff atriði og sýndi vel hversu drullusama Renton er um það að hafa verið heróínfíkill og að hann sýnir enga eftirsjá.

Næst koma nokkur atriði sem þjóna þeim tilgangi að kynna fleiri félaga til sögunnar. Það er gert á nokkuð töff hátt. Fyrst er Begbie (annar gæjanna) látinn segja macho sögu af sjálfum sér þar sem þau sitja öll saman á bar. Hin fylgjast frekar áhugalaus með. Þvínæst kemur í ljós að þetta var bara rugl saga og að Renton hafi komist að hinni sönnu sögu nokkrum dögum seinna frá Tommy (gæjinn sem var í sögunni með Begbie). Þá kemur í ljós að Begbie er bara frekar geðveikur gæji sem réðst á einhvern saklausan gæja og ætlaði svo að ráðast að vini sínum með hníf þegar hann stoppaði hann. Begbie er síðan látinn starta fjöldaslagsmálum á barnum með því að kasta glasi í stelpu og ásaka svo alla aðra um að gera það. Þessi atriði sýna kannski bara hvað líf þeirra er fucked og allir í kringum þá líka, samt tekið fram að Begbie og Tommy dópa ekki (og einnig að það sé helsti galli Tommy, að dópa ekki, ljúga ekki og geta ekki svikið fólk). Sýnir reyndar líka að tíminn er bara liða og enn eru Renton og Sick boy ekki að taka heróín aftur.

Stopp (30 mín)

Renton kemst að því að það er eitt sem vantar í líf hans, stelpu. Allir félagar hans eru með stelpum og eftir að hann hætti á heróíni hefur kynhvöt hans komið aftur. Næstu atriði sýna bara það hvernig engin stelpa vill hann á klúbbi á meðan honum virðist vinir hans vera í flottu með kærustunum sínum. Við sjáum hins vegar að allt er í fokki hjá þeim flestum. Hann endar á því að reyna við stelpu sem er eitursvöl á því á klúbbnum og þegar þau fara heim en endar svo á því að vera skólastelpa undir aldri. Spud endar á því að deyja á kærustunni sinni, heima hjá henni, æla og skíta í rúmið og dreifa því svo óvart yfir foreldra hennar við morgunverðarborðið daginn eftir í frekar kómísku en jafnramt óþægilegu atriði. Tommy kemst jafnframt að því að hann er búinn að týna upptökunni af sér og kærustu sinni að ríða (Renton stal henni fyrr í myndinni). Þannig að í heildina endar allt þetta kvennafar ekki vel.

Þegar að Renton reynir við stelpuna en hún endar á því að rústa honum alveg og taka hann svo með sér heim er samtalið ekki alveg eins í handritinu og í myndinni. Einnig segir leigubílstjórinn setninguna „are you gettin‘ in or not?“ við Renton en ekki stelpan. Þessar breytingar gefa stelpunni meiri dulúð og gera hana bara svalari en ella og ég fíla það alveg.

Á þessum tímapunkti í bloggferlinu er ég að átta mig á því að mér finnst ég vera að skrifa heldur mikið um söguna frekar en í raun hvernig handritið hefur áhrif á myndina. Það er vegna þess að handritinu er fylgt mjög nákvæmlega eftir varðandi allt það sem kemur fram í því. En þar sem í handritinu útliti og umhverfi er nánast aldrei lýst neitt sérstaklega hefur leikstjórinn sköpunarvald þar.

Stopp (37 mín)

Hérna kemur svalasta atriði myndarinnar. Tommy reynir að fá þessa fyrrum heróínfíkla og vini sína til að gera eitthvað heilbrigt. Hann fer með þá upp í sveit og ætlar að rölta á eitthvað fjall með þeim. Þeir eru eins og krækiber í helvíti úti í náttúrunni og passa engan veginn inn. Þeir stoppa og röfla í Tommy og ég ætla bara að láta kaflann úr handritinu fylgja, þetta er algjör snilld:

SPUD

I don't know, Tommy. I don't know if it's... natural.

Spud opens a can.

TOMMY

It's the great outdoors.

SICK BOY

It's really nice, Tommy. Can we go home now?

TOMMY

It's fresh air.

SICK BOY

Look, Tommy, we know you're getting a hard time off Lizzy, but

there's no need to take it out on us.

TOMMY

Doesn't it make you proud to be Scottish?

RENTON

I hate being Scottish. We're the lowest of the fucking low, the

scum of the earth, the most wretched, servile, miserable, pathetic

trash that was ever shat into civilization. Some people hate the

English, but I don't. They're just wankers. We, on the other hand,

are colonized by wankers. We can't even pick a decent culture to

be colonized by. We are ruled by effete arseholes. It's a shite

state of affairs and all the fresh air in the world will not make

any fucking difference.

og svo:

At or around this time, we made a healthy, informed, democratic decision to get back on drugs as soon as possible.



Í aðdraganda þessa atriðis er öðru atriði sem er í handritinu sleppt í myndinni. Það sýndi þá í lest á leiðinni að staðnum eitthvað að tala saman. Var alveg töff en bætti í raun engu við og því ekkert að þeirri ákvörðun að sleppa því. Þetta heldur líka línu leikstjórans að láta myndina flæða mjög vel áfram allan tíman.

Nú fylgir röð af atriðum sem að sýnir hvað Renton þarf að gera til þess að halda neyslunni áfram; stela frá foreldrum sínum, brjótast inn í bíla, ræna af elliheimilum, selja Tommy heróín, stela lyfseðlum af læknum o.fl.. Þetta er bara alvenjulegt og hluti af því lífi sem þarf að lifa til að nota reglulega.

Þeim atriðum sem lýst er í handritinu af því sem hann þarf að gera er ekki öllum smellt í myndina og röðinni á þeim og voice over um Bond og Ursula Andress dreift aðeins. Veitir einnig betra flæði og sýnir í raun allt það sem þurfti að koma fram um hugarástand o.fl. og því er engu nauðsynlegu sleppt.

Stopp (47 mín)

Nú fer allt í fokk, barnið sem Allison átti deyr og Renton og Spud nást fyrir búðarhnupl. Þarna komum við að upphafsatriði myndarinnar þar sem verið er að elta þá fyrir að stela og haldið áfram með það. Spud er sendur í fangelsi en Renton ætlar að reyna að fara í meðferð. Hann fær sér þó one last hit sem verður einum of mikið. Hann fer á spítalann og er alveg fucked á því.

Hérna er farið alveg eftir handritinu nema hvað atriði þar sem skólastelpan, Diane, sér Renton og talar við hann rétt áður en það kemst upp um stuldinn er slept. Umhverfið er enn frjálst og ekkert tiltekið um það. Þó er sagt að eftir að hann sprautar sig detti hann niður í teppið og það myndi nokkurs konar líkkistu um hann þar sem hann sekkur niður í jörðina, nokkuð töff hvernig þetta var framkvæmt í myndinni.

Stopp (60 mín)

Mamma og pabbi Renton taka hann heim og læsa hann inni og sjá um hann meðan hann er að berjast við fíknina. Þarna kemur röð atriða þar sem hann er að ímynda sér ýmsa hluti. Hann sér vini sína tala við sig, dauða barnið skríða í loftinu o.fl.. Þegar einhver tími virðist hafa liðið fer hann svo að geta farið út. Hann fer fyrst í HIV tjékk og er clean, kemst svo að því að Tommy er það ekki og er orðinn algjör fíkill. Hann fer að fara út og vera frjálsari en gerir í raun ekkert af viti.

Í handritinu er þessi kafli frekar flókinn og mikið ætlast til þess að skipt sé hratt á milli skota og atburðirnir eru aðeins súrari en þeir verða svo í myndinni. Í myndinni er þetta nefnilega einfaldað töluvert, minna sagt en meira gefið í skyn og atriðunum aðeins fækkað og röðinni breytt örlítið. Mér finnst þetta góð breyting því ég held að hitt hefði kannski verið eilítið of ruglandi og áhorfandinn ekkert endilega náð fullum sklilningi úr senunum. Enn og aftur finnst mér leikstjórinn ná meira flæði í myndinni með breytingum sínum en ella.

Diane kemur í heimsókn til Renton og sannfærir hann um að eitthvað þurfi hann að fara að gera. Í kjölfar þess flytur hann til London og fær sér vinnu sem fasteignasali og kemur sér fyrir í London þrátt fyrir að vera ekki í miklum tengslum við samfélagið endilega.

Litlu er breytt í þessum atriðum nema atriðum er aðeins hraðað með voice over klippum o.fl..

Stopp (82 mín)

Bigbie er kærður fyrir vopnað rán og kemur til Renton og felur sig þar. Hann er algjör hálfviti, stelur af Renton og notar hann bara. Þvínæst kemur Sick boy og fokkar aðeins meira upp. Að lokum verða þeir tveir valdir að því að Renton er sagt upp og þeir þurfa að fara til baka frá London. Tommy var líka að deyja þannig að þeir fara allir í jarðarförina.

Þetta gerist á einhverjum 10 mínútum og lítið fer út fyrir handritið hér, því er nánast fylgt fullkomlega eftir.

Þegar jarðarförin er búin sannfæra Sick boy, Begbie og Spud Renton um að kaupa með sér 2 kg af heróíni.

Hér er magninu á heróíininu breytt. Í handritinu stendur 4 kg en í myndinni eru þeir að kaupa 2kg, samt fyrir sama peninginn þ.e. 4000 pund. Ekki þekki ég inn á heróínmarkaðinn í Bretlandi á þeim tíma sem myndin á að gerast og veit því ekki hvort þetta verð sé bara svo hlægilega absúrd (4000 fyrir 4 kg) að leikstjórinn hló bara að því og breytti þessu, sagði að þessu myndi enginn trúa og þetta eyðilegði trúverðugleika myndarinnar og breytti þessu. Annars veit ég ekki alveg af hverju þessu ætti að hafa verið breytt, ómerkileg breyting.

Stopp (86 mín)

Sá að það voru bara 4 mín eftir og kláraði bara, það sem kemur hérna er þá kannski blanda frá þessu og síðasta (82 mín) stoppi.

Það sem gerist í myndinni að enda er það að þeir selja allt heróínið fyrir 16.000 pund. Í gegnum atriðin með heróínið og næsta á eftir er okkur sýnt hversu ólíkir félagar Rentons eru orðnir honum. Að lokum fer það svo að hann tekur allan peninginn og stingur af meðan þeir sofa, Spud sér hann þó en segir ekkert.

Þarna í lokinn er farið nánast alveg eftir handritinu allt þar til Spud sér Renton vera að taka töskuna með peningunum. Samkvæmt handritinu réttir hann honum þá rúllu af peningum og fer en í myndinni lætur hann það í öryggishólf sem hann hafði áður notað til að geyma vegabréfið sitt og eftir lok myndarinnar sést Spud opna það og finna peninginn voða glaður. Mér finnst þetta skrítin breyting þar sem Spud vissi aldrei um hólfið í myndinni og maður sá hann aldrei fá lykil að því. Held að þetta hefði runnið meira smooth ef þeir hefðu haldið sig við handritið. Hins vegar hefði ég örugglega ekkert pælt í þessu ef ég hefði ekki lesið það, myndin er búin þarna og þetta er bara nice atriði, þ.e. að láta Spud fá peninga því hann vildi aldrei neinum neitt illt.

Samantekt:

Ef ég lít núna á alla myndina út frá handritinu finnst mér eins og litlu hafi verið breytt. Það voru einhver tvö atriði minnir mig sem fengu að fjúka en það voru í raun atriði sem engu bætti við og var hægt að skipta út fyrir ákveðin svipbrigði eða látbragð leikaranna og þar með komst allt úr þeim til skila. Flest af því sem breytt var voru smáatriði, s.s. að breyta flæði setninga og þegar fara átti hratt yfir sögu var atriðaröð kannski eilítið breytt og voice over notað öðruvísi en átti að gerast. Þá var allt gert til þess að láta myndinna renna mjög vel í gegn og það er alveg töff hversu hröð myndin er, þá sér í lagi fyrri hluti hennar. Hann er hraður og beinskeyttur og passar vel við líf þeirra. Í handritinu er umhverfinu nánast aldrei lýst og þá ekki vel né látbragði leikarana eða stöðu. Mér finnst Danny Boyle standa sig vel í því að fylla inn í þetta. Auðvitað er mikið vitað um umhverfið þar sem myndin á að gerast í Edinborg og London en samt tekst honum að fanga stemninguna mjög vel. Einnig túlka líkamsburðir leikaranna mjög vel ástand þeirra, hvort sem þeir eru aðalatriði ramma eða ekki.

Svo ég taki svo kannski lokaálit mitt á myndinni í heild sinni bara saman þá er þetta fantagóð mynd með gott handrit og flotta leikstjórn. Leikararnir standa sig líka vel og er í raun að toppa sinn feril (hingað til í það minnsta) þarna. Ég mæli sterklega með þessari mynd og gef henni alveg 8/10.


p.s. hérna kemur brotið sem ég sagði áðan „besta atriði myndarinnar“:



föstudagur, 28. nóvember 2008

TV

Eftir að ég las nýjustu færslu Andra um þær sjónvarpsþáttaraðir sem hann fylgist með langaði mig mikið til þess að gera eina svipaða. Ég ætla semsagt að blogga um og kynna ykkur yfirr þeim þáttaröðum sem ég hef gaman að. Check it!

Boston Legal

Undir lok lögfræðiþáttanna The Practice fóru allt í einu allir að fylgjast spenntir með. Það var kannski að örlitlum hluta vegna þess að nú var verið að gera upp öll þau innri dramamál skrifstofunnar en þó aðallega útaf þessum tveimur nýju persónum sem komu inn í þættina og voru svo stórskemmtilegar. Þetta voru þeir félagar Denny Crane og Alan Shore. Þeir komu með ferskan andblæ inn í steindauða seríu og endurvöktu hana. The practice hafði nefnilega breyst í svo mikið innanhúsdrama að það hálfa væri fimmfalt og þeir voru komnir í algjöran skít. Þá voru Alan og Denny kynntir til sögunnar, þeir pumpaðir upp og svo að sjálfsögðu búin til spin-off sería, Boston Legal.

Boston Legar eru þættir sem fylgjast með lífi og störfum starfsmanna á lögfræðistofunni Crane, Poole & Schmidt í Boston. Aðalpersónur þáttanna hafa alla tíð verið fýrarnir Denny Crane og Alan Shore. Þeir eru kynlegir kvistir og falla vel hvor að öðrum sem aðalpersónur þáttanna. Þeir eru góðir vinir þrátt fyrir það að vera ekkert endilega sammála í helstu málefnum. Denny er íhaldssamur en Alan oftast nær róttækur í skoðunum sínum og eru þeir tveir málpípur höfundar þáttanna. Í gegnum þau mál sem félagarnir taka að sér veltir höfundur oft upp mikilvægum spurningum um samfélag okkar eða reynir að vekja athygli á því misrétti sem hann telur að oft eigi sér stað í BNA.

Eins og stendur er ég að fylgjast með 5.seríu af þáttunum og mér finnst þeir enn vera mjög ferskir og í fullu fjöri. Þættirnir eru oft laufléttir og ná vel að blanda saman háalvarlegri umræðu og mikilli kómík. Þier eru listilega vel skrifaðir líkt af David E. Kelly (Boston Public, Ally McBeal o.fl.). Það sem heldur þeim þó ferskum er að þeim tekst nokkuð vel að fara ekki að fylgjast of mikið með einkalífi sögupersóna og eru duglegir við að endurnýja aukahlutverk til að búa ekki til langvarandi innanhúsdrama.

Mér finsnt þetta vera frábærir þættir og oft á tíðum magnaðar einræður og senur í þeim. Ég mæli alveg með þeim fyrir alla sem hafa gaman af því að hugsa.

South Park

Þættirnir fjalla um fjóra litla stráka í litlum fjallabæ í Bandaríkjunum. Það segir ekki ýkja mikið en ég held að það þurfi lítt að kynna þessa þætti fyrir flestum lesendum (og ef það þarf þá getið þið bara fokkað ykkur). Fíla annars tagline‘ið á imdb um þá; „Four boys. One f**ked up town“.

Það eru snillingarnir Trey Parker og Matt Stone standa á bak við gerð South Park. Í fyrstu voru þetta bara fyndnar teiknimyndir og allt gott og blessað við það. Í þáttunum er ekkert heilagt og gera þeir grín að hverju sem er og hvernig sem er. Eftir því sem tíminn leið fóru þeir að reyna að koma einhverju til skila til áhorfenda í síauknum mæli. Þeir fjalla oft um málefni líðandi stundar og eru mjög gagnrýnir í hugsun og fokka manni oft allverulega upp. Þeir eru alltaf hárbeittir og algjörlega point on í gagnrýni sinni og fær maður oft verulegt spark í rassinn við að horfa á þá. Þeir úthúða oft stjórnvöldum og ríkjandi stefnum eða þá bara fólki og hversu úrkynjuð við getum stundum verið í skoðunum okkar og gjörðum. Alltaf eru þeir þó jafn fokking fyndnir á meðan þeir eru að þessu og maður grætur nánast úr hlátri yfir hverjum einasta þætti. Þetta eru þættir sem ég bíð spenntur eftir í hverri viku, sérstaklega þegar eitthvað er í gangi í bandarísku samfélagi og maður hefur á tilfinningunni að þeir muni tækla það bráðlega. Nú er 12.sería í gangi og allt frá 8.seríu eru allir þættir gull, þar á undan eru einhverjir sem eru misgóðir en þó allir fyndnir. Ef þið eigið eftir að horfa á eitthvað af þessu, þá öfunda ég ykkur og mæli með því að þið gerið það strax og njótið þess vel.

Gaman er að Matt og Trey eru líka með puttann á púlsinum og eru duglegir við að koma til móts við áhorfendur og kröfur fólks. Til að mynda horfi ég alltaf á þættina á vefsíðunni www.southparkstudios.com sem þeir halda sjálfir úti. Þar setja þeir þættina inn í góðum gæðum rétt eftir sýningu í BNA og selja auglýsingar á síðuna og inn í þættina. Þetta er einungis ein auglýsing í hléi, þrisvar yfir hvern þátt og maður kippir sér ekki upp yfir því. Einhvern vegin svona hlýtur þetta að verða í nánustu framtíð og verða þáttagerðarmenn að finna út úr því hvað hægt er að gera til að mæta kröfum neytenda og græða eitthvað á sama tíma.

How I met your mother

Þetta eru í raun hinir alvenjulegu sit com þættir nema bara betri. Allt við þessa þætti er alveg eins og þú myndir búast við, nema bara virkar. Þeir fjalla um hóp vina sem hanga á bar og við fylgjumst með lífi þeirra í New York. Einhver staðar hef ég séð þessa formúlu að þætti áður...

Það sem hins vegar gerir How I met your mother að einhverju öðru er einfaldlega það að þeir eru vel skrifaðir, hnyttnir, bara nokkuð vel leiknir og flottir. Það sem gerir þá þó aðallega betra en aðra sit com er einn maður; Neil Patrick Harris. Neil leikur kvennabósa sem heitir Barney Stinson og er bara fáránlega svalur gæji.

Ef þú ert að leita að góðum, klassískum sit com grínþáttum til þess að stytta þér stundir þá held ég að þú finnir þá ekki mikið betri en How I met your mother.

Flight of the conchords

Nýsjálenska meistara dúóið Jemaine Clement og Bret McKenzie eru höfundarnir á bak við einhverja ferskustu grínþætti sem ég hef séð, The flight of the conchords. Þættirnir fjalla um nýsjálenska dúóið The flight of the conchords sem eru að reyna að meika það sem band í New York. Þeir eru mjög saklausir og einfaldir strákar sem virðast oft eitthvað á skjön við samfélagið. Jemaine og Bret leika karaktera kennda við sig og örugglega mikið byggða á sjálfum sér í þáttunum. Umboðsmaður þeirra er svo gæji sem vinnur á ræðismannaskrifstofu Nýja Sjáldands í New York og hefur ekki hundsvit á neinu sem viðkemur því að representa hljómsveit. Saman eru þeir eitt verst auglýsta og rekna band sem hægt er að hugsa sér, það að sjálfsögðu veitir þeim ákveðinn sjarma. Þeir stíga líka ekkert alltof mikið í vitið alltaf og eru mjög saklausir í hugsun og hegðun. Allt þetta býr til mög ferskan og skemmtilegan grínþátt sem fjallar um líf þeirra félaga Jemaine og Bret sem eru bestu vinir og búa saman. Þetta myndi nægja til að gera mjög góða og fyndna þætti en svo setja þeir punktinn yfir i‘ið, koma með rúsínuna í pylsuendanum, slá lokahöggið á þetta og bæta sínum frábæru lögum inn í þættina. Í hverjum þætti eru eitt eða fleiri lög og hvert þeirra er öðru betra. Textarnir eru algjör snilld og lögin skemmtileg og grípandi, eitthvað sem ég er alltaf til í að hlusta á og hlæ alltaf innra með mér allan tíman.

Þessir þættir hafa líka það fram yfir aðra að vera eitthvað annað. Þetta eru ekki hinir ofurvenjulegu hollywood afþreyingarþættir sem eru allir gerðir eftir alveg sömu grínformúlu. Í þættinum er bara fylgst með venjulegu fólki sem er ekkert svo áhugavert endilega og oft bara frekar kjánalega venjulegt. Ég mæli með þessum þáttum fyrir þá sem vilja eitthvað ferskt og skemmtilegt sjónvarpsefni. Læt eitt af lögunum þeirra fylgja hérna


Þessar fjórar eru mínar uppáhaldssjónvarpsseríur. Ein sem ég var ekki alveg viss um hvort ég ætti að henda á þennan lista er Clerks, en hún er bara 7 þættir þannig að ég ákvað að nefna hana bara svona í framhjáhlaupi. Ef þú fílar myndina þá reyndu að útvega þér þessar teiknimyndir um Randall og Dante og líf þeirra í the quick stop. Gerð þáttanna var hætt eftir sjö þætti vegna lélegs áhorfs held ég sem er mjög súrt. Þetta eru klassa þættir með frábæran húmor en af því að þetta er ekki mainstream grín sem rennur ofan í alla þá er þetta köttað, sjitt.


Ég er einnig bara búinn að horfa á fyrstu serínu af Dexter en fannst hún sjúk, er búinn að útvega mér allt hitt stöffið núna og það er ljóst hvað er að fara að gerast í jólafríinu. Ætla að bíða með að skrifa um hana þangað til ég hef séð þetta allt.


Næstu seríur sem mig langar að horfa á eru svo m.a. Firefly, Mad men (Já Andri, þú vaktir áhuga minn), League of Gentlemen og Arrested development.