föstudagur, 31. október 2008

Rambo

Rambo IV


Horfði á nýju Rambo myndina í gærkvöldi, sjitt...

Þegar ég heyrði fyrst af því að gera ætti bæði nýja Rambo og Rocky mynd hélt ég að þetta væri eitthvað grín. Þegar ég komst svo að því að þetta væri raunveruleiki þá hélt ég að það hlyti að vera af því að Stallone væri að fara á hausinn og út myndu koma einhverjar tvær ruslmyndir sem myndu þó hala inn einhvern pening út á vinsældir gömlu myndanna. Nú hef ég ekki séð nýju Rocky myndina en heyrt misgóða hluti um hana en þessa nýja Rambo mynd er hins vegar allt annað en rusl.


Fyrrum Vietnam hermaðurinn John Rambo lifir nú einföldu lífi í Tælandi. Hann veiðir snáka og ferðast með fólk um vatnið á bátnum sínum fyrir greiðslu. Einn daginn kemur hópur til hans sem vill fara til Búrma. Þetta er hópur frá kirkju í Bandaríkjunum, læknar o.fl., sem vilja fara til Búrma með lyf og hjálpa fólki sem verið er að slátra þar undir þeim dulbúningi að það sé stríð í gangi. Þarna í upphafi hélt ég að þetta ætlaði að reyna að vera dýpri og meiningarfyllri mynd en Stallone getur ráðið við. Sem betur fer voru það einungis byrjunarörðugleikar og bara smá tease. því þessi mynd verður awesome og reynir ekkert að vera djúp (sem er mjög gott í þessu tilviki, sökum Stallone). Gellan í kristshópnum nær semsagt að tengjast Rambo og fær hann til að skutla þeim til Búrma. Eftir að hann skilur þau eftir er ráðist á þorpið sem hópurinn er að hjálpa og þau eru tekin sem fangar. Tveim vikum síðar hefur yfirmaður kirkjunnar í Bandaríkjunum safnað saman hóp málaliða til að bjarga þeim og fær Rambo til að fara með málaliðana að þeim stað þar sem hann skildi hópinn eftir. Rambo endar svo á því að fara með málaliðunum að bjarga kristilega hópnum. Þegar þarna er komið við sögu er kannski svona hálftími liðinn af myndinni og nánast enginn dauður. Samt sem áður tekst Stallone að láta 2.59 manns drepast á mínútu að meðaltali í myndinni. Þegar drápið semsagt loksins byrjar er nóg af því. Rambo kemur inn og slátrar öllum þessum helvítis ógeðslegu gæjum sem eru að slátra saklausa fólkinu.

Ég elska hvað allt er svart eða hvítt í þessari mynd. Vondu gæjarnir eru til dæmis gerðir svo ógeðslega vondir, þeir lemja konur, nauðga konum, myrða börn og eru fullir og ógeðslegir. Aðal vondi gæjinn er svo ofan á allt annað látinn vera baranaperri og níðist á litlum strák, enda endar Stallone á því að rífa barkann af honum og drepa hann.

Ég veit ekki alveg hvort að þessi mynd toppi Rambo I: First blood en húm kemst ansi nærri. Death count'ið í Rambo 1 er reyndar bara eitt líf en samt sem áður meikar hún kannski meira sens og er "betri" mynd ef á heildina er litið og meira sannfærandi sem eitthvað sem gæti í raun gerst. Ég get samt ekki gert upp við mig hvor myndin mér finnst betri, þarf kannski að horfa aftur á First Blood og gera út um þetta.

Þetta er fyrsta myndin sem Stallone leikstýrir og hann má bara vera mjög sáttur með sig, mjög sáttur... Þessi mynd er fokkin' hörð og fokkin' góð, ég gef henni alveg 7/10 og mæli með því að allir sem njóta þess að sjá hörku horfi á þessa mynd og njóti hennar.

fimmtudagur, 30. október 2008

Banlieue 13

Banlieue 13

Ég horfði um daginn á franska hasarmynd sem heitir Banlieue 13, eða Hverfi 13. Ég stóð lengi í þeirri meiningu að ég væri að horfa á Luc Besson mynd, eða allt þar til ég fór á imdb núna rétt í þessu og sá þá að náungi sem heitir Pierre Morel leikstýrði henni. Luc Besson skrifaði hins vegar handritið og af myndinni að dæma hefur hann haft einhver áhrif á þessa frumraun Morel sem leikstjóra.

Myndin kallast örugglega einhvers konar vísindasöguskáldskapur en hún gerist árið 2010 og þá er semsagt búið að girða af hættulegustu ghettó Parísar. Þegar ég segi girða af þá er það kannski vægt til orða tekið því það er algjörlega búið að loka þeim, reisa vegg allt í kringum þau og setja upp varðstöðvar þar sem hægt er að komast í gegnum hann og vakt í gangi allan sólarhringinn. Innan veggjanna er enginn skóli, engin sjúkrahús og engin löggæsla. Hverfinu er ráðið af dópsölum og aðalgæjinn sem ræður í raun öllu heitir Taha. Söguhetja okkar er Leito. Nokkurs konar Hrói Höttur 13.hverfis, uppreisnarseggur sem er staðráðinn í því að eyðileggja fyrir Taha. Snemma í myndinni reynir Taha að láta handsama Leito en ekkert gengur þar til hann finnur hina fullkomnu leið. Hann lætur ræna systur Leito og bíður svo bara eftir honum. Þrátt fyrir það nær Leito að sleppa og flýr í border patrol'ið við vegginn til löggunnar sem endar svo bara á því að fangelsa hann og láta Taha fá systur hans að ósk Taha. Helvítis spillta löggukvikindi...
Hálfu ári seinna er súperlöggan og töffarinn Damien fenginn til að sjá um undarlegt verkefni. Þannig er mál með vexti að ribbaldarnir í 13.hverfi hafa rænt kjarnorkusprengju og eru með hana inni í miðju hverfinu. Damien á að komast að henni og aftengja hana áður en hún springur, sem er einhverjum sólarhring síðar. Hann er látinn bjarga Leito úr fangelsi og á þannig að vinna traust hans og fá hann til að hjálpa sér þar sem Damien þekkir ekki inn á hverfið. Þeir verða svo ofurtvíeyki sem þarf að berjast gegn vondu köllunum, bjarga stúlkunni, aftengja sprengjuna og bjarga þannig öllu. Í ljós kemur svo að flækjan í myndinni er nú aðeins flóknari en ég fer ekki nánar í það...

Eins og flestar af þeim myndum sem ég hef séð og Luc Besson kemur nálægt er þetta drullutöff mynd. Í þessar mynd líkt og í yamakasi snýst hún mikið út á flott stunt atriði og "parkour" eltinaleiki. Parkour er sú íþrótt/iðja að hlaupa um og vera töff í borgarumhverfi, sjá sem dæmi eftirfarandi myndband sem dæmi um raunverulegt parkour


Þessi mynd hefur það samt framyfir t.d. yamakasi að vera bara nokkuð góð á öllum sviðum kvikmyndagerðar, ekki bara mynd með töff stunt'um. Söguþráðurinn finnst mér fínn, kannski ekki sá flóknasti í heimi en inniheldur allt sem þarf, vonda gæja, hetjur, dömu í neyð og yfirvofandi endalok ef hetjurnar sigra ekki allt. Þetta hljómar kannski klisjulega en það er vel unnið úr þessu og handritið er alveg frekar þétt bara. Mér finnst leikararnir standa sig vel, það er svosem enginn sem sker sig úr og ég elska en heldur enginn sem er ótrúverðugur eða fer í taugarnar á mér. Það sem selur mér samt algjörlega myndina eru að sjálfsögðu bardagaatriðin og eltingaleikirnir, myndatakan í þeim er flott og styður vel við atriðin. Upphafsatriði myndarinnar gefur góða lýsingu á því við hverju áhorfandi má búast en það er einn mjög nettur parkour eltingaleikur


Í heildina er þessi mynd bara alveg mjög fín í alla staði. Margt mætti þó gera betur en í heildarlúkk þessarar myndar er sannfærandi og mjög töff og í henni eru náttúrlega ultra töff bardaga og hasaratriði. Ég set þó spurningamerki við það hversu mikið leikstjórinn, Morel, hafði að segja um endanlega ákvarðantöku um mörg atriði. Þetta geri ég því allar þær myndir sem ég hef séð þar sem Luc Besson annað hvort skrifar handritið eða framleiðir (ef ekki hvort tveggja) eru mjög keimlíkar og bera þess sterklega merki að vera allar tengdar sama manninum. Hins vegar á ég kannski ekkert að vera að taka af Morel heldur bara óska honum til hamingju með hina fínustu frumraun sem leikstjóri.

Lokamat: Töff hasarmynd sem býður upp á skemmtilegan söguþráð og ágæta flækju (þrátt fyrir að vera svolítið fyrirsjáanleg). Ég gef myndinni alveg 6/10.

miðvikudagur, 29. október 2008

Kill Bill



Quentin Tarantino er mjög gamaldags, hann er svokallaður nostalgíuaðdáandi. Hann er mjög frægur fyrir góð samtöl í myndum sínum og fyrir mjög netta töffara. Hann nýtir sér mjög marga hluti sem hafa verið gerðir áður í bíómyndum og blandar þeim saman og býr til sína eigin útgáfu af því. Í þessari mynd lætur hann meira segja konu vera töffara, sem er ekki það algengasta sem maður sér í bíómyndum og tekst það fullkomnlega í þessari mynd og eru samtölin, eins og vanalega hjá honum, frábær.

Í upphafi sést Uma Thurman, en nafnið á karakternum hennar kom aldrei fram í myndinni. Alltaf þegar einhver var við það að segja rétta nafn hennar var alltaf bleepað fyrir, hún fær þó gælunafnið Black Mamba og skulum við kalla hana það líka. Allavega í upphafi sést Black Mamba öll í blóði og endar það á því að Bill skýtur hana í hausinn. Hún kemst lífs af og ætlar nú að hefna sín á þeim sem tóku þátt í blóðbaðinu í El Paso í brúðkaupi þar sem níu manns dóu, en hún ein komst lífs af.

Tónlistin í myndum Tarantino er ávallt frábær og er þessi mynd engin undantekning. Hann einhvern veginn velur alltaf rétta lagið við hvert einasta atriði.

Black Mamba vaknar á spítala einn daginn þar sem Buck, sem vann á spítalanum hafði leigt hana út sem ríðumaskínu, var akkúrat að leigja hana út, hún drepur manninn sem var að reyna að ríða henni og drepur síðan Buck, who‘s there to fuck og rænir af honum bílnum sem hann kallaði Pussy Wagon.

Þegar hún fer út í bílinn nær hún eftir langa og stranga bið að láta allar tærnar sínar hreyfast og byrjar síðan hasarinn af alvöru. Hún fer á Pussy Wagon heim til Copar Head, sem tók þátt í blóðbaðinu í El Paso, og drepur hana eftir mjög nettan hnífabitchfight.

Næst fer myndin til Okinawa í Japan þar sem Black Mamba lætur Hattori Hanzo, sem er besti samúrai-sverðasmiður í heiminum, búa til sverð handa sér. Hattori Hanzo hafði svarið þess eið við Guð að búa aldrei aftur til sverð en þegar hann fréttir að hún ætli að nota sverðið gegn Bill býr hann til sverð handa henni. Hanzo býr til sitt besta sverð til þessa fyrir hefnd hennar.

Næst í myndinni er komið að hefndinni gegn Cottonmouth, sem leikin er af Lucy Liu. Hún er einn besti launmorðingi í heiminum og framdi sitt fyrsta morð aðeins ellefu ára gömul. Hún stjórnar nú undirheimunum í Tókýó. Klíka hennar heitir The Crazy 88.

Þegar Cottonmouth tekur við mafíuheiminum í Tókýó kemur svalasta setningin í þessari mynd. Rétt eftir að hún hafði drepið einn mafíuforingjann fyrir að segja að það væri spilling að láta blandaða konu stjórna undirheiminum en sú setning hljómaði svo: „As your Leader, I encourage you from time to time to question my logic. If you are unconvinced of a particular plan I have decided, tell me so. But allow me to convince you, and I promise you right here and now that no subject will be ignored. Except, of course the subject that was just under discussion. The price you pay for bringing up my chinese or american root negatively, I collect your fucking head. Just like this fucker here.(hún heldur á hausnum sem hún var nýbúinn að höggva af) Now if any of you fucking sons of bitches got anything else to say, NOW IS THE FUCKING TIME! ....I didn‘t think so.“ Brjálæðisleg setning sem bara Tarantino mundi detta í hug.

Allavega Black Mamba er enn að leita eftir hefndinni sinni og fer á staðinn þar sem Cottonmouth hengur á og freistar þess að geta hefnt sín. Í þessu atriði lætur nostalgíusjúklingurinn, Tarantino, Black Mamba vera í Henson-galla, eins og Bruce Lee var í mörgum af sínum myndum, þetta var aðeins of nett. Þegar Mamba kemst í hefndargírinn byrja sírenur að væla og skjárinn blikkar með nærmynd af henni og þá veit maður að það er eitthvað að fara að klikka í hausnum á henni og blóðbað framundan.

Núna er komið að flottasta bardagaatriðinu í myndinni, það er eins og ég kýs að kalla það, blóðbaðið í Tókýó þegar Black Mamba heggur af hvern útliminn á fætur öðrum á The Crazy 88. Mamba átti ekki í neinum vandræðum með að drepa neinn af þeim þótt enginn af þeim hafði gert henni mein, það eina sem hún hugsaði um var að komast að skotmarkinu sínu sem var Cottonmouth.

Hún lenti samt í töluverðum vandræðum með geðtrufluðu 17 ára stelpuna Gogo Yubari sem barðist með keðju með einskonar sleggju framan á sem var aðeins of svalt. Eftir mjög langa og mjög góða bardagasenu nær hún loksins að klára alla gaurana og þá er komið að hápunkti myndarinnar, það er bardagi Black Mamba við Cottonmouth. Ég ætla ekki að segja ykkur hvernig sá bardagi var en endirinn á því atriði er súpertrylltur.

í endann á myndinni sendir Black Mamba Bill skilaboð með því að senda Sofie Fatale til hans sem tók þátt í blóðbaðinu í El Paso en Mamba hélt henni á lífi fyrir upplýsingar og líka svo hún gæti sagt Bill allt það sem hafði gerst. Myndin endar á því að Bill spyr Sofie hvort Mamba viti að dóttir hennar sé enn á lífi, sem Mamba vissi ekki.

Það er svo margt sem ég elska við þessa mynd. Hljóðin í slagsmálunum, oftast engin tónlist bara slagsmálahljóðin sem gera þau miklu raunverulegri og einnig meira töff. Það skín í gegnum myndina frábær bardagaatriði og er hvert öðru betra. Tarantino var kannski ekkert svakalega frægur fyrir bardagaatriði fyrir þessa mynd eða allavega ekki svona fáguð, í fyrri myndum hans voru þau frekar hrá en samt á sama tíma mjög töff en í þessari mynd eru þau bæði fáguð og ennþá meira töff.

Tarantino tekst mjög vel að skýra söguna fyrir manni með því að láta vera mörg flashback og líka þegar hann lætur Thurman vera sögumann. Hann er ekki fastur í þeim pakka eins og flestar myndir í dag að láta allt gerast í réttri tímaröð, hann hellir öllum atriðunum í einn graut og tengir síðan atriðin vel saman og það smellpassar allt einhvern veginn.

Hann er heldur ekki fastur í þeim frasa að það er bara karlmenn sem geta verið töff. Hann hefur oft látið konur leika svona hörkukvendi og töffara og tekst það alltaf mjög vel hjá honum. Þú sérð mest konur í þessari mynd og finnst mér það ekki gera myndina verri á nokkurn hátt, þetta gerir hana eiginlega bara betri.



Mér fannst Uma Thurman eiga stórleik í þessari mynd, ég trúði öllu því sem hún var að gera og maður heldur einhvern veginn með henni, þótt hún drepi svona skrilljón manns í þessari mynd.

Þótt þessi mynd einkennist af tryllingi, morðum, hefnd og blóði þá eru svona eitt og eitt atriði í myndinni sem er vel hægt að hlæja að, eins og atriðið í bardaganum við The Crazy 88 þegar Black Mamba rassskellir einn strák með sverðinu sínu.

Ég er mjög sáttur með Tarantino, hann er ekkert of fastur við handritið og að fara nákvæmlega eftir því. Þegar hann fór til Tókýó til að taka þessa mynd upp þá sá hann stelpuhljómsveit og leist mjög vel á hana. Hann fór að leita að umboðsmanni hljómsveitarinnar og fann hann loksins. Þessi hljómsveit lék, fannst mér allavega, frekar stórt hlutverk í myndinni þótt það væri lítið. Mér fannst það atriði bara svo gott. Þá er ég auðvitað að tala um hljómsveitina sem var að spila á staðnum rétt áður en blóðbaðið í Tókýó byrjaði.

Þrátt fyrir að Tarantino sé mikið fyrir nostalgíu notaði hann þó eitt sem er frekar nýtt, það er að nokkur atriði í myndinni voru í anda Matrix-myndanna, svona slow-motion tökur, fólk fljúgandi óvenju langar vegalengdir og fullt af gaurum á móti einni manneskju sem minnti mig svolítið á atriðið úr Matrix Reloaded þegar Neo berst við fullt af Agent Smith. Það er ekkert að því að fá nokkrar hugmyndir úr öðrum bíómyndum ef það tekst vel, eins og það gerir í þessari mynd.

Þegar blóðböðin eru í gangi í myndinni notar Tarantino svarthvítt eða teiknimynd sem gefur myndinni þennan extra ofursvalleika sem Tarantino er frægur fyrir. Í teiknimyndaatriðunum fer meira segja myndin í það að vera splatter. En Tarantino hóf feril sinn einmitt í splattermyndum svo að ekki er langt að sækja hughrifin fyrir þessi atriði.

Sviðsmyndin, leikaravalið, handritið, klippingin, leikstjórnin, tónlistin bara allt í þessari mynd er ofursvalt og ein nettasta mynd sem hægt er að sjá og mæli ég eindregið með því að fólk sjái þessa sem og framhald hennar ef þið eruð þegar ekki búin að sjá hana. Þegar ég horfi á þessa mynd langar mig ekkert annað en að horfa á allar bestu bardagamyndir fyrri tíma og missa mig í sama nostalgíufílingnum eins og Tarantino.

Ég gef þessari mynd 8,5/10

sunnudagur, 26. október 2008

Topp 5: Schwarzenegger

Ég get alveg horft á ótrúlega mikið af háklassa kvik- og heimildamyndum, fræðst mikið um kvikmyndir og lært á þetta en samt eru Schwarzenegger myndir alltaf jafn skemmtileg afþreying. Maður verður bara að fíla einn nettan gæja að drepa aðra og bomba út one-line'erum hægri vinstri. Skilyrði fyrir góðri Schwarzenegger mynd (þ.e. heilalausri aciton movie) eru:
1.Blóð
2.Einfalt og klisjukennt plott
3.Einfalt handrit
4.Heil atriði sem snúast um það að upphefja loka "one-liner'inn"


Eftirfarandi myndir tel ég vera þær myndir með Schwarzenegger sem uppfylla þessi skilyrði hvað best:


Terminator 2: Judgement Day

Myndin er eftir uppáhaldsleikstjóra Sigga Palla (að því sem ég kemst næst), hann James Cameron. Enda er þetta kannski talinn besta mynd Schwarzenegger og kannski ein af fáum myndum hans sem er ekki algjörlega heilalaus. Hún uppfyllir skilyrðin nokkuð vel.

Töffarastig: 4/5


Eraser

"You´ve just been erased"

Töffarastig: 3/5


Predator

Hvað er betra en einn massaður ríkisstjóri í mynd? Jú, þið gátuð það; tveir massaðir ríkisstjórar í einni mynd. Í þessari mynd er mikið af blóði, geimvera, einstaklega einfalt handrit og eins mikið af one liners og þú gætir viljað. Það eina sem að gæti dregið þessa mynd niður sem Schwarzenegger mynd er það að hann á ekki svölustu setningu myndarinnar heldur Jesse Ventura;

I ain't got time to bleed

Töffarastig: 4 og 1/2 af 5

Commando

Dóttur John Matrix, fyrrverandi sérsveitarmaður og eilífðartöffara, er rænt og hann mun gera hvað sem er til að ná henni aftur... Þetta plott bíður upp á svo mikið og myndin skilar því öllu og meiru til áhorfanda. Matrix drepur 81 manns í myndinni, reynir við gellur og segir töff setningar.
Setningar myndarinnar eru tvær í þetta skiptið:

Let off some steam, Bennett

og



Töffarastig: 5/5


Total Recall

Schwarzenegger er uppreisnarhetja frá Mars en í hann hefur verið grætt annað og allt líf hans er blekking og allt er reynt til að koma í veg fyrir að hann komist að þessu, sem hann gerir þó. Myndin snýst svo um það hvernig hann leiðir uppreisnina á Mars.
Þetta er sú Schwarzenegger mynd sem inniheldur flesta frasa og er úr vöndu að ráða þegar finna á setningu myndarinnar. Að mínu mati er hún þó:
Consider that a divorce
Töffarastig: 5/5


Ef þið viljið fá góða afþreyingu og sjá fólk lamið og drepið, njótið þá þessara mynda. Ef þið viljið eitthvað meira, horfið á eitthvað annað.