Banlieue 13
Ég horfði um daginn á franska hasarmynd sem heitir Banlieue 13, eða Hverfi 13. Ég stóð lengi í þeirri meiningu að ég væri að horfa á Luc Besson mynd, eða allt þar til ég fór á imdb núna rétt í þessu og sá þá að náungi sem heitir Pierre Morel leikstýrði henni. Luc Besson skrifaði hins vegar handritið og af myndinni að dæma hefur hann haft einhver áhrif á þessa frumraun Morel sem leikstjóra.
Myndin kallast örugglega einhvers konar vísindasöguskáldskapur en hún gerist árið 2010 og þá er semsagt búið að girða af hættulegustu ghettó Parísar. Þegar ég segi girða af þá er það kannski vægt til orða tekið því það er algjörlega búið að loka þeim, reisa vegg allt í kringum þau og setja upp varðstöðvar þar sem hægt er að komast í gegnum hann og vakt í gangi allan sólarhringinn. Innan veggjanna er enginn skóli, engin sjúkrahús og engin löggæsla. Hverfinu er ráðið af dópsölum og aðalgæjinn sem ræður í raun öllu heitir Taha. Söguhetja okkar er Leito. Nokkurs konar Hrói Höttur 13.hverfis, uppreisnarseggur sem er staðráðinn í því að eyðileggja fyrir Taha. Snemma í myndinni reynir Taha að láta handsama Leito en ekkert gengur þar til hann finnur hina fullkomnu leið. Hann lætur ræna systur Leito og bíður svo bara eftir honum. Þrátt fyrir það nær Leito að sleppa og flýr í border patrol'ið við vegginn til löggunnar sem endar svo bara á því að fangelsa hann og láta Taha fá systur hans að ósk Taha. Helvítis spillta löggukvikindi...
Hálfu ári seinna er súperlöggan og töffarinn Damien fenginn til að sjá um undarlegt verkefni. Þannig er mál með vexti að ribbaldarnir í 13.hverfi hafa rænt kjarnorkusprengju og eru með hana inni í miðju hverfinu. Damien á að komast að henni og aftengja hana áður en hún springur, sem er einhverjum sólarhring síðar. Hann er látinn bjarga Leito úr fangelsi og á þannig að vinna traust hans og fá hann til að hjálpa sér þar sem Damien þekkir ekki inn á hverfið. Þeir verða svo ofurtvíeyki sem þarf að berjast gegn vondu köllunum, bjarga stúlkunni, aftengja sprengjuna og bjarga þannig öllu. Í ljós kemur svo að flækjan í myndinni er nú aðeins flóknari en ég fer ekki nánar í það...
Eins og flestar af þeim myndum sem ég hef séð og Luc Besson kemur nálægt er þetta drullutöff mynd. Í þessar mynd líkt og í yamakasi snýst hún mikið út á flott stunt atriði og "parkour" eltinaleiki. Parkour er sú íþrótt/iðja að hlaupa um og vera töff í borgarumhverfi, sjá sem dæmi eftirfarandi myndband sem dæmi um raunverulegt parkour
Þessi mynd hefur það samt framyfir t.d. yamakasi að vera bara nokkuð góð á öllum sviðum kvikmyndagerðar, ekki bara mynd með töff stunt'um. Söguþráðurinn finnst mér fínn, kannski ekki sá flóknasti í heimi en inniheldur allt sem þarf, vonda gæja, hetjur, dömu í neyð og yfirvofandi endalok ef hetjurnar sigra ekki allt. Þetta hljómar kannski klisjulega en það er vel unnið úr þessu og handritið er alveg frekar þétt bara. Mér finnst leikararnir standa sig vel, það er svosem enginn sem sker sig úr og ég elska en heldur enginn sem er ótrúverðugur eða fer í taugarnar á mér. Það sem selur mér samt algjörlega myndina eru að sjálfsögðu bardagaatriðin og eltingaleikirnir, myndatakan í þeim er flott og styður vel við atriðin. Upphafsatriði myndarinnar gefur góða lýsingu á því við hverju áhorfandi má búast en það er einn mjög nettur parkour eltingaleikur
Í heildina er þessi mynd bara alveg mjög fín í alla staði. Margt mætti þó gera betur en í heildarlúkk þessarar myndar er sannfærandi og mjög töff og í henni eru náttúrlega ultra töff bardaga og hasaratriði. Ég set þó spurningamerki við það hversu mikið leikstjórinn, Morel, hafði að segja um endanlega ákvarðantöku um mörg atriði. Þetta geri ég því allar þær myndir sem ég hef séð þar sem Luc Besson annað hvort skrifar handritið eða framleiðir (ef ekki hvort tveggja) eru mjög keimlíkar og bera þess sterklega merki að vera allar tengdar sama manninum. Hins vegar á ég kannski ekkert að vera að taka af Morel heldur bara óska honum til hamingju með hina fínustu frumraun sem leikstjóri.
Lokamat: Töff hasarmynd sem býður upp á skemmtilegan söguþráð og ágæta flækju (þrátt fyrir að vera svolítið fyrirsjáanleg). Ég gef myndinni alveg 6/10.
Myndin kallast örugglega einhvers konar vísindasöguskáldskapur en hún gerist árið 2010 og þá er semsagt búið að girða af hættulegustu ghettó Parísar. Þegar ég segi girða af þá er það kannski vægt til orða tekið því það er algjörlega búið að loka þeim, reisa vegg allt í kringum þau og setja upp varðstöðvar þar sem hægt er að komast í gegnum hann og vakt í gangi allan sólarhringinn. Innan veggjanna er enginn skóli, engin sjúkrahús og engin löggæsla. Hverfinu er ráðið af dópsölum og aðalgæjinn sem ræður í raun öllu heitir Taha. Söguhetja okkar er Leito. Nokkurs konar Hrói Höttur 13.hverfis, uppreisnarseggur sem er staðráðinn í því að eyðileggja fyrir Taha. Snemma í myndinni reynir Taha að láta handsama Leito en ekkert gengur þar til hann finnur hina fullkomnu leið. Hann lætur ræna systur Leito og bíður svo bara eftir honum. Þrátt fyrir það nær Leito að sleppa og flýr í border patrol'ið við vegginn til löggunnar sem endar svo bara á því að fangelsa hann og láta Taha fá systur hans að ósk Taha. Helvítis spillta löggukvikindi...
Hálfu ári seinna er súperlöggan og töffarinn Damien fenginn til að sjá um undarlegt verkefni. Þannig er mál með vexti að ribbaldarnir í 13.hverfi hafa rænt kjarnorkusprengju og eru með hana inni í miðju hverfinu. Damien á að komast að henni og aftengja hana áður en hún springur, sem er einhverjum sólarhring síðar. Hann er látinn bjarga Leito úr fangelsi og á þannig að vinna traust hans og fá hann til að hjálpa sér þar sem Damien þekkir ekki inn á hverfið. Þeir verða svo ofurtvíeyki sem þarf að berjast gegn vondu köllunum, bjarga stúlkunni, aftengja sprengjuna og bjarga þannig öllu. Í ljós kemur svo að flækjan í myndinni er nú aðeins flóknari en ég fer ekki nánar í það...
Eins og flestar af þeim myndum sem ég hef séð og Luc Besson kemur nálægt er þetta drullutöff mynd. Í þessar mynd líkt og í yamakasi snýst hún mikið út á flott stunt atriði og "parkour" eltinaleiki. Parkour er sú íþrótt/iðja að hlaupa um og vera töff í borgarumhverfi, sjá sem dæmi eftirfarandi myndband sem dæmi um raunverulegt parkour
Þessi mynd hefur það samt framyfir t.d. yamakasi að vera bara nokkuð góð á öllum sviðum kvikmyndagerðar, ekki bara mynd með töff stunt'um. Söguþráðurinn finnst mér fínn, kannski ekki sá flóknasti í heimi en inniheldur allt sem þarf, vonda gæja, hetjur, dömu í neyð og yfirvofandi endalok ef hetjurnar sigra ekki allt. Þetta hljómar kannski klisjulega en það er vel unnið úr þessu og handritið er alveg frekar þétt bara. Mér finnst leikararnir standa sig vel, það er svosem enginn sem sker sig úr og ég elska en heldur enginn sem er ótrúverðugur eða fer í taugarnar á mér. Það sem selur mér samt algjörlega myndina eru að sjálfsögðu bardagaatriðin og eltingaleikirnir, myndatakan í þeim er flott og styður vel við atriðin. Upphafsatriði myndarinnar gefur góða lýsingu á því við hverju áhorfandi má búast en það er einn mjög nettur parkour eltingaleikur
Í heildina er þessi mynd bara alveg mjög fín í alla staði. Margt mætti þó gera betur en í heildarlúkk þessarar myndar er sannfærandi og mjög töff og í henni eru náttúrlega ultra töff bardaga og hasaratriði. Ég set þó spurningamerki við það hversu mikið leikstjórinn, Morel, hafði að segja um endanlega ákvarðantöku um mörg atriði. Þetta geri ég því allar þær myndir sem ég hef séð þar sem Luc Besson annað hvort skrifar handritið eða framleiðir (ef ekki hvort tveggja) eru mjög keimlíkar og bera þess sterklega merki að vera allar tengdar sama manninum. Hins vegar á ég kannski ekkert að vera að taka af Morel heldur bara óska honum til hamingju með hina fínustu frumraun sem leikstjóri.
Lokamat: Töff hasarmynd sem býður upp á skemmtilegan söguþráð og ágæta flækju (þrátt fyrir að vera svolítið fyrirsjáanleg). Ég gef myndinni alveg 6/10.
1 ummæli:
Myndin hljómar nokkuð áhugaverð. Parkour er með því svalasta sem til er, og að blanda honum saman við klisjukenndan sci-fi söguþráð er skemmtilega fáránleg hugmynd.
Fín færsla. 7 stig.
Skrifa ummæli