föstudagur, 28. nóvember 2008

TV

Eftir að ég las nýjustu færslu Andra um þær sjónvarpsþáttaraðir sem hann fylgist með langaði mig mikið til þess að gera eina svipaða. Ég ætla semsagt að blogga um og kynna ykkur yfirr þeim þáttaröðum sem ég hef gaman að. Check it!

Boston Legal

Undir lok lögfræðiþáttanna The Practice fóru allt í einu allir að fylgjast spenntir með. Það var kannski að örlitlum hluta vegna þess að nú var verið að gera upp öll þau innri dramamál skrifstofunnar en þó aðallega útaf þessum tveimur nýju persónum sem komu inn í þættina og voru svo stórskemmtilegar. Þetta voru þeir félagar Denny Crane og Alan Shore. Þeir komu með ferskan andblæ inn í steindauða seríu og endurvöktu hana. The practice hafði nefnilega breyst í svo mikið innanhúsdrama að það hálfa væri fimmfalt og þeir voru komnir í algjöran skít. Þá voru Alan og Denny kynntir til sögunnar, þeir pumpaðir upp og svo að sjálfsögðu búin til spin-off sería, Boston Legal.

Boston Legar eru þættir sem fylgjast með lífi og störfum starfsmanna á lögfræðistofunni Crane, Poole & Schmidt í Boston. Aðalpersónur þáttanna hafa alla tíð verið fýrarnir Denny Crane og Alan Shore. Þeir eru kynlegir kvistir og falla vel hvor að öðrum sem aðalpersónur þáttanna. Þeir eru góðir vinir þrátt fyrir það að vera ekkert endilega sammála í helstu málefnum. Denny er íhaldssamur en Alan oftast nær róttækur í skoðunum sínum og eru þeir tveir málpípur höfundar þáttanna. Í gegnum þau mál sem félagarnir taka að sér veltir höfundur oft upp mikilvægum spurningum um samfélag okkar eða reynir að vekja athygli á því misrétti sem hann telur að oft eigi sér stað í BNA.

Eins og stendur er ég að fylgjast með 5.seríu af þáttunum og mér finnst þeir enn vera mjög ferskir og í fullu fjöri. Þættirnir eru oft laufléttir og ná vel að blanda saman háalvarlegri umræðu og mikilli kómík. Þier eru listilega vel skrifaðir líkt af David E. Kelly (Boston Public, Ally McBeal o.fl.). Það sem heldur þeim þó ferskum er að þeim tekst nokkuð vel að fara ekki að fylgjast of mikið með einkalífi sögupersóna og eru duglegir við að endurnýja aukahlutverk til að búa ekki til langvarandi innanhúsdrama.

Mér finsnt þetta vera frábærir þættir og oft á tíðum magnaðar einræður og senur í þeim. Ég mæli alveg með þeim fyrir alla sem hafa gaman af því að hugsa.

South Park

Þættirnir fjalla um fjóra litla stráka í litlum fjallabæ í Bandaríkjunum. Það segir ekki ýkja mikið en ég held að það þurfi lítt að kynna þessa þætti fyrir flestum lesendum (og ef það þarf þá getið þið bara fokkað ykkur). Fíla annars tagline‘ið á imdb um þá; „Four boys. One f**ked up town“.

Það eru snillingarnir Trey Parker og Matt Stone standa á bak við gerð South Park. Í fyrstu voru þetta bara fyndnar teiknimyndir og allt gott og blessað við það. Í þáttunum er ekkert heilagt og gera þeir grín að hverju sem er og hvernig sem er. Eftir því sem tíminn leið fóru þeir að reyna að koma einhverju til skila til áhorfenda í síauknum mæli. Þeir fjalla oft um málefni líðandi stundar og eru mjög gagnrýnir í hugsun og fokka manni oft allverulega upp. Þeir eru alltaf hárbeittir og algjörlega point on í gagnrýni sinni og fær maður oft verulegt spark í rassinn við að horfa á þá. Þeir úthúða oft stjórnvöldum og ríkjandi stefnum eða þá bara fólki og hversu úrkynjuð við getum stundum verið í skoðunum okkar og gjörðum. Alltaf eru þeir þó jafn fokking fyndnir á meðan þeir eru að þessu og maður grætur nánast úr hlátri yfir hverjum einasta þætti. Þetta eru þættir sem ég bíð spenntur eftir í hverri viku, sérstaklega þegar eitthvað er í gangi í bandarísku samfélagi og maður hefur á tilfinningunni að þeir muni tækla það bráðlega. Nú er 12.sería í gangi og allt frá 8.seríu eru allir þættir gull, þar á undan eru einhverjir sem eru misgóðir en þó allir fyndnir. Ef þið eigið eftir að horfa á eitthvað af þessu, þá öfunda ég ykkur og mæli með því að þið gerið það strax og njótið þess vel.

Gaman er að Matt og Trey eru líka með puttann á púlsinum og eru duglegir við að koma til móts við áhorfendur og kröfur fólks. Til að mynda horfi ég alltaf á þættina á vefsíðunni www.southparkstudios.com sem þeir halda sjálfir úti. Þar setja þeir þættina inn í góðum gæðum rétt eftir sýningu í BNA og selja auglýsingar á síðuna og inn í þættina. Þetta er einungis ein auglýsing í hléi, þrisvar yfir hvern þátt og maður kippir sér ekki upp yfir því. Einhvern vegin svona hlýtur þetta að verða í nánustu framtíð og verða þáttagerðarmenn að finna út úr því hvað hægt er að gera til að mæta kröfum neytenda og græða eitthvað á sama tíma.

How I met your mother

Þetta eru í raun hinir alvenjulegu sit com þættir nema bara betri. Allt við þessa þætti er alveg eins og þú myndir búast við, nema bara virkar. Þeir fjalla um hóp vina sem hanga á bar og við fylgjumst með lífi þeirra í New York. Einhver staðar hef ég séð þessa formúlu að þætti áður...

Það sem hins vegar gerir How I met your mother að einhverju öðru er einfaldlega það að þeir eru vel skrifaðir, hnyttnir, bara nokkuð vel leiknir og flottir. Það sem gerir þá þó aðallega betra en aðra sit com er einn maður; Neil Patrick Harris. Neil leikur kvennabósa sem heitir Barney Stinson og er bara fáránlega svalur gæji.

Ef þú ert að leita að góðum, klassískum sit com grínþáttum til þess að stytta þér stundir þá held ég að þú finnir þá ekki mikið betri en How I met your mother.

Flight of the conchords

Nýsjálenska meistara dúóið Jemaine Clement og Bret McKenzie eru höfundarnir á bak við einhverja ferskustu grínþætti sem ég hef séð, The flight of the conchords. Þættirnir fjalla um nýsjálenska dúóið The flight of the conchords sem eru að reyna að meika það sem band í New York. Þeir eru mjög saklausir og einfaldir strákar sem virðast oft eitthvað á skjön við samfélagið. Jemaine og Bret leika karaktera kennda við sig og örugglega mikið byggða á sjálfum sér í þáttunum. Umboðsmaður þeirra er svo gæji sem vinnur á ræðismannaskrifstofu Nýja Sjáldands í New York og hefur ekki hundsvit á neinu sem viðkemur því að representa hljómsveit. Saman eru þeir eitt verst auglýsta og rekna band sem hægt er að hugsa sér, það að sjálfsögðu veitir þeim ákveðinn sjarma. Þeir stíga líka ekkert alltof mikið í vitið alltaf og eru mjög saklausir í hugsun og hegðun. Allt þetta býr til mög ferskan og skemmtilegan grínþátt sem fjallar um líf þeirra félaga Jemaine og Bret sem eru bestu vinir og búa saman. Þetta myndi nægja til að gera mjög góða og fyndna þætti en svo setja þeir punktinn yfir i‘ið, koma með rúsínuna í pylsuendanum, slá lokahöggið á þetta og bæta sínum frábæru lögum inn í þættina. Í hverjum þætti eru eitt eða fleiri lög og hvert þeirra er öðru betra. Textarnir eru algjör snilld og lögin skemmtileg og grípandi, eitthvað sem ég er alltaf til í að hlusta á og hlæ alltaf innra með mér allan tíman.

Þessir þættir hafa líka það fram yfir aðra að vera eitthvað annað. Þetta eru ekki hinir ofurvenjulegu hollywood afþreyingarþættir sem eru allir gerðir eftir alveg sömu grínformúlu. Í þættinum er bara fylgst með venjulegu fólki sem er ekkert svo áhugavert endilega og oft bara frekar kjánalega venjulegt. Ég mæli með þessum þáttum fyrir þá sem vilja eitthvað ferskt og skemmtilegt sjónvarpsefni. Læt eitt af lögunum þeirra fylgja hérna


Þessar fjórar eru mínar uppáhaldssjónvarpsseríur. Ein sem ég var ekki alveg viss um hvort ég ætti að henda á þennan lista er Clerks, en hún er bara 7 þættir þannig að ég ákvað að nefna hana bara svona í framhjáhlaupi. Ef þú fílar myndina þá reyndu að útvega þér þessar teiknimyndir um Randall og Dante og líf þeirra í the quick stop. Gerð þáttanna var hætt eftir sjö þætti vegna lélegs áhorfs held ég sem er mjög súrt. Þetta eru klassa þættir með frábæran húmor en af því að þetta er ekki mainstream grín sem rennur ofan í alla þá er þetta köttað, sjitt.


Ég er einnig bara búinn að horfa á fyrstu serínu af Dexter en fannst hún sjúk, er búinn að útvega mér allt hitt stöffið núna og það er ljóst hvað er að fara að gerast í jólafríinu. Ætla að bíða með að skrifa um hana þangað til ég hef séð þetta allt.


Næstu seríur sem mig langar að horfa á eru svo m.a. Firefly, Mad men (Já Andri, þú vaktir áhuga minn), League of Gentlemen og Arrested development.

2 ummæli:

Siggi Palli sagði...

Glæsileg færsla. 10 stig.

Sjálfur fylgist ég með öllum þessum þáttum nema Boston Legal, og hef gaman af. Ég get samt ekki tekið undir það að allir þættirnir í South Park frá 8. seríu séu góðir. Mér finnst þeir almennt soldið hit-and-miss, og geta verið hræðilegir þegar illa tekst til.

Siggi mælir með: It's Always Sunny In Philadelphia.

Hugosson sagði...

já, það er kannski rétt að þeir eru kannski ekki allir góðir en mér finnst langflestir brilljant. Fyrir utan einstaka þátt (major boobage og obama þáttinn) koma þeir líka flestir sínu til skila.

Tjékka á it's always sunny in philadelphia við tækifæri