föstudagur, 31. október 2008

Rambo

Rambo IV


Horfði á nýju Rambo myndina í gærkvöldi, sjitt...

Þegar ég heyrði fyrst af því að gera ætti bæði nýja Rambo og Rocky mynd hélt ég að þetta væri eitthvað grín. Þegar ég komst svo að því að þetta væri raunveruleiki þá hélt ég að það hlyti að vera af því að Stallone væri að fara á hausinn og út myndu koma einhverjar tvær ruslmyndir sem myndu þó hala inn einhvern pening út á vinsældir gömlu myndanna. Nú hef ég ekki séð nýju Rocky myndina en heyrt misgóða hluti um hana en þessa nýja Rambo mynd er hins vegar allt annað en rusl.


Fyrrum Vietnam hermaðurinn John Rambo lifir nú einföldu lífi í Tælandi. Hann veiðir snáka og ferðast með fólk um vatnið á bátnum sínum fyrir greiðslu. Einn daginn kemur hópur til hans sem vill fara til Búrma. Þetta er hópur frá kirkju í Bandaríkjunum, læknar o.fl., sem vilja fara til Búrma með lyf og hjálpa fólki sem verið er að slátra þar undir þeim dulbúningi að það sé stríð í gangi. Þarna í upphafi hélt ég að þetta ætlaði að reyna að vera dýpri og meiningarfyllri mynd en Stallone getur ráðið við. Sem betur fer voru það einungis byrjunarörðugleikar og bara smá tease. því þessi mynd verður awesome og reynir ekkert að vera djúp (sem er mjög gott í þessu tilviki, sökum Stallone). Gellan í kristshópnum nær semsagt að tengjast Rambo og fær hann til að skutla þeim til Búrma. Eftir að hann skilur þau eftir er ráðist á þorpið sem hópurinn er að hjálpa og þau eru tekin sem fangar. Tveim vikum síðar hefur yfirmaður kirkjunnar í Bandaríkjunum safnað saman hóp málaliða til að bjarga þeim og fær Rambo til að fara með málaliðana að þeim stað þar sem hann skildi hópinn eftir. Rambo endar svo á því að fara með málaliðunum að bjarga kristilega hópnum. Þegar þarna er komið við sögu er kannski svona hálftími liðinn af myndinni og nánast enginn dauður. Samt sem áður tekst Stallone að láta 2.59 manns drepast á mínútu að meðaltali í myndinni. Þegar drápið semsagt loksins byrjar er nóg af því. Rambo kemur inn og slátrar öllum þessum helvítis ógeðslegu gæjum sem eru að slátra saklausa fólkinu.

Ég elska hvað allt er svart eða hvítt í þessari mynd. Vondu gæjarnir eru til dæmis gerðir svo ógeðslega vondir, þeir lemja konur, nauðga konum, myrða börn og eru fullir og ógeðslegir. Aðal vondi gæjinn er svo ofan á allt annað látinn vera baranaperri og níðist á litlum strák, enda endar Stallone á því að rífa barkann af honum og drepa hann.

Ég veit ekki alveg hvort að þessi mynd toppi Rambo I: First blood en húm kemst ansi nærri. Death count'ið í Rambo 1 er reyndar bara eitt líf en samt sem áður meikar hún kannski meira sens og er "betri" mynd ef á heildina er litið og meira sannfærandi sem eitthvað sem gæti í raun gerst. Ég get samt ekki gert upp við mig hvor myndin mér finnst betri, þarf kannski að horfa aftur á First Blood og gera út um þetta.

Þetta er fyrsta myndin sem Stallone leikstýrir og hann má bara vera mjög sáttur með sig, mjög sáttur... Þessi mynd er fokkin' hörð og fokkin' góð, ég gef henni alveg 7/10 og mæli með því að allir sem njóta þess að sjá hörku horfi á þessa mynd og njóti hennar.

3 ummæli:

andri g sagði...

Sly kallinn hefur leikstýrt öllum Rambo og Rocky myndunum nema þeim fyrstu, og hann skrifaði handritið af þeim öllum, þannig að hann er enginn nýgræðingur í leikstjórastólnum. Verð líka að segja að nýja Rocky myndin er mjög góð, alveg jafn góð og sú fyrsta, tékkaðu á henni.

Hugosson sagði...

Þetta er ekki alveg rétt hjá þér. Þetta er nefninlega fyrsta Rambo myndin sem Sly leikstýrir þrátt fyrir að hafa skrifað (með öðrum) screenplay'ið fyrir allar Rambo myndirnar. Hann hefur hins vegar leikstýrt öllum Rocky myndunum nema fyrstu.

Siggi Palli sagði...

Nokkuð áhugaverð færsla. Mér liggur samt ekkert voðalega á að sjá þessa mynd. Það er nú samt bara mest menningarsnobb hjá manni. 6 stig.