Flatmates eftir Magnus Mork
Í myndinni er fjallað um kynferðislega spennu milli tveggja pilta sem flytja inn í íbúð saman. Annar strákanna er semsagt samkynhneigður og áhorfendum er fljótt sýnd sú ást sem hann ber til besta vinar síns í laumi. Vandamálið er hins vegar það að sá er gagnkynhneigður. Að lokum lætur homminn til skarar skríða og eyðileggur þar með vináttu þeirra og sambúð þeirra lýkur.Mér fannst ekkert sérlega mikið til þessarar myndar koma. Mér fannst hún ekki ýkja frumleg og leið eins ég hefði séð nákvæmlega þessa klisju oft áður nema það að núna var hún á sænsku og ekkert svo vel skrifuð. Ég samsamaði mig á engan hátt með persónunum og myndin hreyfði ekki við miklu innra með mér. Mér leiddist þó ekkert yfir henni en skemmti mér þó engan veginn heldur.
Den Store Trollkarlen eftir Elisabeth Gustafsson
Myndin fjallaði um máttugan galdramann sem taldi það samt ósanngjarnt gagnvart öðrum að nýta krafta sína sér til góða og vann því sem endurskoðandi (eða eitthvað þvíumlíkt) í banka.Öll umgjörð þessarar myndar var mjög flott og náði að byggja upp skemmtilega stemningu í myndinni. Ef að hún átti þó að skilja eitthvað eftir sig eða hræra upp einhverjum hugsunum hjá mér fór það algjörlega framhjá mér en samt sem áður fannst mér hún mjög fín afþreying.
Situation Frank eftir Patrik Eklund
Love and War eftir Fredrik Emilson
Medan Tid År eftir Maria Fredriksson
Maður sem heldur að hann sé í góðu hjónabandi kemur að konu sinni þar sem hún hefur framið sjálfsmorð í baðinu. Myndin fjallar svo um það hvernig vinur hans reynir að hjálpa honum í gegnum sorgina og hvernig hann sættir sig loks við það að hann er enn á lífi og ákveður að lifa lífinu áfram.
Myndin er annars bæði mjög dapurleg og fjallar um sorgina en svo eru margar kómískar senur af þeim vinunum sem lífga upp á myndina. Leikurinn í myndinni var fínn og söguþráðurinn góður. Af öllum myndunum ér fannst þessi mynd sú besta í pakkanum og flest takast vel í henni.
Love and War eftir Fredrik Emilson
Myndin gerist í fortíðinni og fjallar um ástarsamband konu og manns sem er svo brottkvaddur í herinn. Hann er orrustuflugmaður og endar á því að láta lífið í bardaga.
Það sem gerði myndina hins vegar áhugaverða var að þetta var einhvers konar stop-motion brúðuópera. Hún var mjög flott, vel gerð og gaman að horfa á hana. Hún náði hins vegar ekki að halda mér spenntum í 15 mínútur en þrátt fyrir það var áhugavert að sjá hana og hafði nokkuð gaman að.
Medan Tid År eftir Maria Fredriksson
Sökum vandamála með myndina sem átti að sýna, The Walk, var þessi mynd sýnd. Þetta er heimildarmynd um tvær eldri konur sem eru að reyna að finna ást í lífinu á ný, eða í það minnsta einhvern góðan til að eyða ævikvöldinu með. Mér fannst myndin svolítið lengi að komast í gang en fínasta skemmtun eftir að það gerðist. Á köflum fannst mér myndin svolítið langdregin og ruglingsleg. Mér fannst myndin þó enda mjög skemmtilega og á jákvæðni og bjartsýni.
Samantekt:
Í heild sinni hafði ég gaman að þessari sýningu. Myndirnar voru mjög ólíkar, bæði hvað varðar innihald og einnig stíl.
Sýningin í heild sinni fær einkunnina 10 á skalanum 7-12.
Sýningin í heild sinni fær einkunnina 10 á skalanum 7-12.
1 ummæli:
Ágæt færsla. 6 stig.
Skrifa ummæli