Ég get alveg horft á ótrúlega mikið af háklassa kvik- og heimildamyndum, fræðst mikið um kvikmyndir og lært á þetta en samt eru Schwarzenegger myndir alltaf jafn skemmtileg afþreying. Maður verður bara að fíla einn nettan gæja að drepa aðra og bomba út one-line'erum hægri vinstri. Skilyrði fyrir góðri Schwarzenegger mynd (þ.e. heilalausri aciton movie) eru:
1.Blóð
2.Einfalt og klisjukennt plott
3.Einfalt handrit
4.Heil atriði sem snúast um það að upphefja loka "one-liner'inn"
Eftirfarandi myndir tel ég vera þær myndir með Schwarzenegger sem uppfylla þessi skilyrði hvað best:
Terminator 2: Judgement Day
Myndin er eftir uppáhaldsleikstjóra Sigga Palla (að því sem ég kemst næst), hann James Cameron. Enda er þetta kannski talinn besta mynd Schwarzenegger og kannski ein af fáum myndum hans sem er ekki algjörlega heilalaus. Hún uppfyllir skilyrðin nokkuð vel.
Töffarastig: 4/5
Eraser
"You´ve just been erased"
Töffarastig: 3/5
Predator
Hvað er betra en einn massaður ríkisstjóri í mynd? Jú, þið gátuð það; tveir massaðir ríkisstjórar í einni mynd. Í þessari mynd er mikið af blóði, geimvera, einstaklega einfalt handrit og eins mikið af one liners og þú gætir viljað. Það eina sem að gæti dregið þessa mynd niður sem Schwarzenegger mynd er það að hann á ekki svölustu setningu myndarinnar heldur Jesse Ventura;
I ain't got time to bleed
Töffarastig: 4 og 1/2 af 5
Commando
Dóttur John Matrix, fyrrverandi sérsveitarmaður og eilífðartöffara, er rænt og hann mun gera hvað sem er til að ná henni aftur... Þetta plott bíður upp á svo mikið og myndin skilar því öllu og meiru til áhorfanda. Matrix drepur 81 manns í myndinni, reynir við gellur og segir töff setningar.
Setningar myndarinnar eru tvær í þetta skiptið:
Let off some steam, Bennett
og
Töffarastig: 5/5
Total Recall
Schwarzenegger er uppreisnarhetja frá Mars en í hann hefur verið grætt annað og allt líf hans er blekking og allt er reynt til að koma í veg fyrir að hann komist að þessu, sem hann gerir þó. Myndin snýst svo um það hvernig hann leiðir uppreisnina á Mars.
Þetta er sú Schwarzenegger mynd sem inniheldur flesta frasa og er úr vöndu að ráða þegar finna á setningu myndarinnar. Að mínu mati er hún þó:
Consider that a divorce
Töffarastig: 5/5
Ef þið viljið fá góða afþreyingu og sjá fólk lamið og drepið, njótið þá þessara mynda. Ef þið viljið eitthvað meira, horfið á eitthvað annað.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Stórskemmtileg færsla. Þú mættir samt endurskoða litasamsetninguna á síðunni, blátt á svörtu er ekki beint læsilegt.
7 stig.
Skrifa ummæli